
Jamie Carragher, sem lék með Liverpool allan ferilinn, bað Mohamed Salah afsökunar ef hann taldi hann ganga of langt í gagnrýni á Egyptann.
Salah baunaði á Arne Slot og Liverpool eftir að hafa verið bekkjaður þriðja leikinn í röð um helgina, eins og frægt er orðið.
Carragher hraunaði yfir hann á mánudag og sagði hegðun Salah til skammar. Einnig sakaði hann leikmanninn og umboðsmann hans um að skipuleggja athæfið.
„Mo, ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað þig. Ég elska þig sem leikmann Liverpool, en þú þarft að haga þér utan vallar,“ sagði Carragher á CBS Sports í gærkvöldi.