
Mohamed Salah gæti farið til móts við egypska landsliðið fyrr en áætlað var vegna fjaðrafoksins í kringum hann hjá Liverpool.
Eins og allir vita baunaði Salah á Liverpool og stjórann Arne Slot í viðtali á dögunum eftir bekkjarsetu undanfarið. Var hann í kjölfarið settur utan hóps og framtíð hans er í algjörri óvissu.
Salah ku hafa rætt við landsliðsþjálfara Egyptalands, Hossam Hassan, sem hefur boðið honum að koma fyrr inn í landsliðshópinn til að komast frá ástandinu fyrir Afríkukeppnina sem hefst 22. desember.
Salah er einna helst orðaður við Sádi-Arabíu, en einnig félög í Bandaríkjunum og víðar.