fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. desember 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður Benjamin Sesko, Elvis Basanovic, segir að Manchester United sé þegar farin að móta áætlun um að gera alvöru atlögu að enskum meistaratitli tímabilið 2027–28, árið sem félagið fagnar 150 ára afmæli sínu.

Sesko gekk til liðs við United fyrir rúmlega 73 milljónir punda í ágúst, en hefur verið frá vegna hnémeiðsla frá því í byrjun nóvember þegar hann fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli gegn Tottenham.

Basanovic gaf þó í skyn að endurkoma framherjans gæti verið nær en margir halda.

United vann 4-1 útisigur á Wolves á mánudag og lyfti sér upp í sjötta sæti. Forráðamenn félagsins miða við topp sex í vetur en liðið er jafnt að stigum með Chelsea í fimmta sæti, sem gæti tryggt Meistaradeildarsæti.

Basanovic segir að Ruben Amorim sé rétti maðurinn til að leiða félagið í átt að titilbaráttu.

„Hann er heiðarlegur og faglegur í öllu sem hann gerir,“ sagði hann.

„Hann hefur skýra sýn um hvernig á að koma United á toppinn, en hann þarf tíma. Það er það sem er erfitt að útskýra hjá svona stóru félagi, þar vill enginn gefa þér tíma. En liðið og Ruben eiga það skilið. Við sjáum þegar framfarir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ískaldur Garnacho hikaði ekki þegar hann var spurður – „Nei“

Ískaldur Garnacho hikaði ekki þegar hann var spurður – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah