fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

433
Þriðjudaginn 9. desember 2025 18:30

Ólafur Jóhannesson. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Ólafur Jóhannesson, sem hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu og mörgum af stærstu liðum Íslands, telur að leikmenn fái allt of vel greitt í íslenska boltanum, það sé aðeins til að skemma fyrir.

„Það hefur auðvitað orðið mikil breyting á fótboltanum í dag frá því áður. Öll tækni, aðstaða og peningar sem eru komnir inn í þetta. Peningar eru nú oft til að eyðileggja hluti og ég held að leikmönnum sé oft borgað allt of mikið. Meðal fótboltamenn sem fara til Norðurlandanna og komast ekki áfram þar koma heima á morgun því þeir fá miklu hærri laun hérna. Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens. Ég vil meina að margt í kringum fótboltann í dag sé miklu verra en það var áður,“ segir Ólafur í hlaðvarpinu Chess After Dark.

Þá telur Ólafur að of mikil áhersla sé lögð í gögn sem menn á bak við tjöldin hjá knattspyrnufélögum hér landi fari yfir.

„Mér finnst eins og margir forráðamenn í íslenskum fótboltaliðum séu nánast í Playstation-leik. Nú geta allir komist inn og séð hvað þú hleypur mikið, hvað þú ferð oft til vinstri og hægri. Þannig mynda þeir sér skoðun á leikmanni sem þeir hafa kannski aldrei séð spila fótbolta, bara séð tölur. Þegar ég var að þjálfa FH fékk ég leikmann upp í hendurnar sem var með góðar tölur í Excel. Ég held það sé svolítið mikið um þetta.

Ég veit ekki hvaða hlutverki yfirmaður knattspyrnumála á að gegna á Íslandi. Það er þjálfarinn sem á að ráða hvaða leikmenn eru fengnir. Andskotinn hafi það, hann á að bera ábyrgð á því. Ég held að þetta sé ekki gott fyrir fótboltann, að það séu allt of margir skrifstofumenn að skoða einhverjar tölur,“ segir Ólafur enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sturlaðar upphæðir sem Salah hefur þénað eftir að hafa gert nýjan samning – 340 milljónir fyrir hvert markið

Sturlaðar upphæðir sem Salah hefur þénað eftir að hafa gert nýjan samning – 340 milljónir fyrir hvert markið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk heilablóðfall á föstudag og lést eftir þrjá daga á gjörgæslu

Fékk heilablóðfall á föstudag og lést eftir þrjá daga á gjörgæslu