
Lionel Messi var valinn besti leikmaður MLS-deildarinnar vestan hafs eftir að hafa átt risastóran þátt í að Inter Miami varð meistari í fyrsta sinn.
Hinn 38 ára gamli Messi gekk í raðir Inter Miami 2023 er liðið var á botni Austurdeildarinnar en uppgangurinn hefur verið mikill undanfarin ár og fleiri stjörnuleikmenn bæst við.
Inter Miami tryggði sér titilinn með sigri á Vancouver Whitecaps í úrslitaleik um helgina.
Messi skoraði 35 mörk og lagði upp 23 til viðbótar í 34 leikjum í MLS á árinu. Var hann að launum kosinn bestur annað árið í röð.
The greatest season of all time for the greatest of all time. MVP. 🐐 pic.twitter.com/mfsZ2ON1wh
— Major League Soccer (@MLS) December 9, 2025