

Sænska fyrirtækið GoalUnit er að gera sig gildandi í íslenskum fótbolta, tölfræðifyrirtækið hefur samið um að sjá um greiningar fyrir Val og Breiðablik hefur einnig átt í viðræðum við fyrirtækið.
GoalUnit er sænskt íþróttatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í leikgreiningu, gagnasöfnun og mælingum á frammistöðu leikmanna. Fyrirtækið var stofnað af sérfræðingum í fótbolta, tölfræði og upplýsingatækni, og hefur á skömmum tíma orðið eftirsótt af liðum víða í Evrópu.
Ekki eru alli sammála þeirra tækni sem GoalUnited hefur fram að færa og var rætt um þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net um helgina.
„Ég hef átt eitt samtal við ansi fróðan mann í þessu, einn þann fróðasta á Íslandi. Hann er vægast sagt ekki hrifin,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í aðalstjórn Víkings.
Sá aðili sem Tómas ræddi við var ekkert að skafa af því um sænska fyrirtækið. „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu. Þetta eru hans orð úr tveggja manna tali.“
Hvað gerir GoalUnit?
GoalUnit þróar lausnir sem hjálpa félögum að taka betri ákvarðanir í leikmannamálum og þjálfun. Helstu þjónustur:
Framistöðugreining – ítarleg gögn um hlaup, ákvarðanatöku, sendingar, pressu, varnarvinnu og sköpun leikmanns.
Tæknilegar mælingar – mat á boltatækni, t.d. með skotmælingum, sendingarnákvæmni og styrkleika hráefnis hjá ungum leikmönnum.
Samanburður við aðra leikmenn – notað til að finna hæfileika og greina hvort leikmaður passi inn í tiltekið leikkerfi.
Þróunaráætlanir fyrir leikmenn – einstaklingsbundnar þjálfunarleiðir byggðar á hlutlægum mælingum.
Af hverju nota félög GoalUnit?
Bætir ákvarðanatöku í leikmannakaupum og þróunarstarfi.
Gefur hlutlæg gögn sem draga úr tilfinningalegum skekkjum í mati á leikmönnum.
Hjálpar til við að hámarka frammistöðu og bæta gæði þjálfunar.