

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni.
Íslenska karlalandsliðið er á leið inn mikilvæga leiki í undakeppni HM gegn Aserbaísjan og Úkraínu. Stígandi hefur verið hjá liðinu, sem er í færi á að fara í umspil um sæti á HM.
„Maður sér alveg á hvaða leið þeir eru og mér finnst þetta líta vel út. Það vantar aðeins meiri skynsemi og það er oft þannig með lið sem eru að verða góð, það þurfa að koma smá lægðir inn á milli,“ sagði Bjarni áður en Elvar tók til máls.
„Það er það jákvæða, maður sér þróunina og að handbragð Arnars sé að koma á liðið. Það koma smá kaflar þar sem gengur illa eins og á móti Úkraínu en maður sér að þetta er að þróast og það gerir mann bjartsýnan.“
Þátturinn í heild er í spilaranum.