fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

433
Laugardaginn 8. nóvember 2025 07:30

Gylfi Þór Sigurðsson, Mynd DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni.

Það var rætt um landsliðshópinn sem Arnar Gunnlaugsson valdi á dögunum í þættinum. Bjarni var svekktur að sjá ekki Gylfa Þór Sigurðsson þar. „Ég hefði tekið hann frekar en Andra Fannar,“ sagði hann áður en Elvar tók til máls.

„Þegar Arnar tók við þessu landsliði gaf hann gamla bandinu rosalega undir fótinn. Maður hélt að þeir myndu eiga fast sæti í liðinu, sem raungerðist ekki. Það er stundum erfitt að lesa í Arnar en nú þegar við erum með þessa þrjá glugga með stuttu millibili er eins og hann sé að halda smá félagsliðastemningu með því að halda í sömu menn, á meðan það gengur fínt.“

Bjarni fór enn fremur út í það hvernig Gylfi, sem og Jóhann Berg sem var ekki valinn í síðasta hóp, hefðu getað nýst þar.

„Eins og á móti Úkraínu, þegar við töpuðum 3-5, þá spurði ég hann hvort það hefði ekki gott að vera með Jóa og Gylfa og geta hent þeim inn á í 3-3, lítið eftir, náum í þetta jafntefli eða freistum þess að taka stigin þrjú með einhverri skyndisókn. Hann kom inn á það á blaðamannafundinum í gær að hann væri að leita að meiri reynslu og ég held að þetta hefði verið fullkominn gluggi til að hafa Gylfa með, eiga hann inni, sérstaklega ef við lendum í stöðu þar sem við þurfum skynsemi og ró inn á miðjuna þegar það er lítið eftir,“ sagði hann.

„Nú er hann ekki valinn þrátt fyrir að hafa átt þennan frábæra lokakafla með Víkingi. Segir það manni ekki bara að hann verði ekki valinn aftur?“ spurði Helgi.

„Nú er Gylfi í leikæfingu, besti leikmaður Bestu deildarinnar á lokakaflanum. Ef ekki núna, hvenær þá? Ef við erum að fara að koma okkur í umspil verður hann á undirbúningstímabili með Víkingi. Fyrst hann er ekki valinn í þennan glugga á maður erfitt með að sjá hann koma aftur inn, en það getur margt breyst á skömmum tíma,“ svaraði Elvar þá.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp