fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur bannað stuðningsmanni að mæta á leiki félagsins næstu þrjú árin eftir að hann birti hómófóbískar athugasemdir um Chelsea á samfélagsmiðlum.

Stuðningsmaðurinn var sakaður um að nota orðið „rent boys“ yfir stuðningsmenn Lundúnaliðsins, orð sem hefur verið notað í áratugi sem niðrandi og hefur nú verið skilgreint sem hatursorð af ríkissaksóknara í Bretlandi.

Þá hafði hann einnig gert grín að því að hafa nánast verið vísað úr stúkunni á leik eftir að hafa kallað Diogo Dalot hómófóbísku skammaryrði.

Í bréfi sem stuðningsmaðurinn birti sjálfur á X (Twitter) kemur fram að United telji hann hafa brotið gegn reglum félagsins og leikvalla.

„Okkur hefur borist vitneskja um að þú hafir notað hómófóbískar athugasemdir í samskiptum á netinu í garð Chelsea og stuðningsmanna þeirra,“ stendur meðal annars í bréfinu.

„Þetta brýtur í bága við reglur félagsins og varðar samkvæmt viðurlagaskrá þriggja ára bann, bæði heima og á útivöllum.“

United hefur síðustu ár tekið harða afstöðu gegn mismunun á leikjum félagsins og segir bannið hluta af stefnu félagsins gagnvart hatursorðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst