

Enrico Lotito, sonur Claudio Lotito eiganda Lazio og stjórnarmaður hjá kvennaliði félagsins, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir athugasemd sem hann skrifaði á Instagram.
Enrico skrifaði óviðeigandi athugasemd undir færslu ítölsku fyrirsætunnar Martinu Bucci og spurði hana beint: „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
Ummælin hafa vakið mikla athygli á Ítalíu og verið fordæmd bæði af stuðningsmönnum og fjölmiðlum, ekki síst í ljósi stöðu Enrico innan félagsins og tengsla hans við kvennalið Lazio.
Hvorki Lazio né fjölskylda Lotito hafa enn gefið út formlega yfirlýsingu um málið.
Hér að neðan má sjá þessa agalegu athugasemd.
