fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 08:30

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur viðurkennt að hann sé hættur að hafa yfirsýn yfir bílasafnið sitt eftir að hafa bætt við það nýjum Bugatti Tourbillon sem kostar um 3,2 milljónir punda. Með bílnum hækkar verðmæti safnsins í um 22 milljónir punda.

Ronaldo, 40 ára, var nýverið útnefndur fyrsti fótboltamaður heims til að verða milljarðamæringur.

Í viðtali við Piers Morgan játaði hann að hann viti ekki lengur nákvæmlega hversu marga bíla hann á.

„Hreinskilnislega, ég hef týnt tölunni. Ef ég þyrfti að giska myndi ég segja 40 eða 41. Ég elska Bugatti, þeir eru sérstakir,“ sagði hann.

Nýi Bugattinn er sagður fjárfesting, þó Ronaldo þurfi varla að hafa áhyggjur af bensínkostnaði.

Hann á fyrir fleiri lúxusbílum eins og Bugatti Chiron (2 milljónir punda), Veyron (1,5 milljónir), Ferrari Daytona SP3 (2 milljónir) og McLaren Senna (750 þúsund pund).

Portúgalinn hefur verið bílaáhugamaður frá því hann gekk til liðs við Manchester United sem ungstirni, þegar hann keypti sinn fyrsta dýra bíl, Porsche Cayenne. Í dag fyllir safnið hans heila sérsmíðaða bílskúra í Sádi-Arabíu.

Þrátt fyrir safnið segir Ronaldo að hann keyri sjaldan í Riyadh vegna mikillar umferðar. Hann staðfesti einnig að allir leikmenn Al-Nassr hafi fengið BMW í gegnum styrktarsamning félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá