fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Brynjar Björn tekur við Leikni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir greindi frá því í dag að Brynjar Björn Gunnarsson hefði verið ráðinn nýr þjáflari liðsins.

Brynjar tekur við af Ágústi Gylfasyni, sem lét af störfum eftir tímabil. Leiknir hafnaði í 9. sæti Lengjudeildar karla.

Brynjar hefur áður stýrt HK og Grindavík, sem og Örgryte í Svíþjóð. Þá var hann í starfi hjá Víkingi í sumar.

Tilkynning Leiknis
Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Leiknis og tekur hann við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem lét af störfum eftir síðasta tímabil.

Brynjar býr yfir mikilli reynslu og var sérstakur meðþjálfari Víkings í sumar. Áður hefur hann þjálfað HK, Örgryte og Grindavík auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni og Fylki.

Þá á hann að baki afar farsælan leikmannaferil erlendis með Stoke, Nottingham Forest, Watford og Reading á Englandi, Vålerenga í Noregi og Örgryte í Svíþjóð ásamt því að hafa leikið 74 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Leiknisfólk býður Brynjar velkominn í Breiðholtið og hlakkar til samstarfsins en hann hefur þegar hitt leikmenn liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Í gær

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli