
Ademola Lookman, sóknarmaður Atalanta, lenti í heitum orðaskiptum við stjóra sinn, Ivan Juric, í 1-0 sigri liðsins á Marseille í Meistaradeildinni í gær.
Atvikið átti sér stað þegar Lookman var tekinn af velli á 75. mínútu. Myndavélar náðu því þegar leikmaðurinn og Juric fóru að rífast og þurfti starfslið að stíga inn til að róa þá.
Lookman, sem skoraði þrennu í úrslitum Evrópudeildarinnar 2024 og var valinn afríski knattspyrnumaður ársins í fyrra, hefur áður óskað eftir að yfirgefa félagið. Hann hefur gagnrýnt Atalanta fyrir að standa ekki við samkomulag um að leyfa honum að fara síðasta sumar.
„Leikmenn eru aldrei ánægðir þegar þeir eru teknir út af. Þetta gerist, það verður smá hiti, en það er ekkert mál. Það sem skiptir máli er liðið og sigurinn,“ sagði Juric eftir leik.
Margir stuðningsmenn hafa þó áhyggjur af ástandinu og telja að Lookman ætti að fara frá félaginu í janúar. Hafa þeir látið það í ljós á samfélagsmiðlum.
Clima sereno na Atalanta: Juric, conhecido por ser um brigão, discutiu forte com Lookman à beira do gramado. pic.twitter.com/w46tgDucYt
— Calciopédia (@calciopedia) November 5, 2025