fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 21:41

Magnús Már og félagar ættu að vera með miklu fleiri stig en raun ber vitni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Már Einarsson, þjálfari meistaraflokks karla, og Enes Cogic, Aðstoðarþjálfari hafa framlengt samninga sína við Aftureldingu út tímabilið 2028.

Liðið var í fyrsta sinn í efstu deild í sumar en féll úr Bestu deildinni.

Maggi og Enes tóku við þjálfun Aftureldingar árið 2020 og undir þeirra stjórn hefur liðið bætt árangur sinn reglulega undanfarin ár. Í fyrra komst Afturelding í fyrsta skipti í sögunni upp í Bestu deildina með sigri á Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Afturelding fékk 27 stig í Bestu deildinni í ár en féll niður um deild eftir hörku baráttu fram í lokaumferð.
Gunnar Ingi Garðarsson (styrktarþjálfari), Þórður Ingason (markvarðarþjálfari) og Garðar Guðnason (sjúkraþjálfari) hafa einnig framlengt samninga sína

,,Það er mikil ánægja hjá meistaraflokksráði karla með nýja samninga við allt þjálarateymið. Það var einhugur í hópnum með að framlengja við allt teymið enda hefur liðið tekið miklum framförum á undanförnum árum. Við treystum Magga og teyminu fullkomlega til að taka liðið aftur upp í deild þeirra Bestu,” segir Gísli Elvar Halldórsson, formaður meistaraflokksráðs karla.

,,Það hafa verið forréttindi að þjálfa meistaraflokk hjá uppeldisfélaginu undanfarin ár og ég er spenntur fyrir því að halda því áfram. Afturelding hefur tekið stór skref fram á við undanfarin ár og að mínu mati getur félagið farið ennþá hærra á næstu árum. Leikmenn hafa bætt sig mikið undanfarin ár og hafa alla burði til að taka ennþá stærri skref fram á við. Félagar mínir í þjálfarateyminu hafa unnið magnaða vinnu og það er mikið fagnaðarefni að þeir séu allir klárir í slaginn áfram með Aftureldingu. Stjórn og sjálfboðaliðar hafa unnið ómetanlegt starf undanfarin ár og stuðningsmenn Aftureldingar hafa verið stórkostlegir á leikjum liðsins. Saman höfum við búið til margar frábærar minningar og trúin er að við getum náð að búa til fleiri geggjuð augnablik saman. Við munum læra af því sem við hefðum getað gert betur í ár og mæta með öflugt lið til leiks næsta sumar þar sem markmiðið er að komast beint aftur upp í Bestu deildina. Hlakka til að sjá ykkur á vellinum. Áfram Afturelding,” sagði Maggi eftir undirskrift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Í gær

Rooney ætlar að þegja eftir að hafa mætt Van Dijk í beinni – Telur sig hafa komið Liverpool á skrið

Rooney ætlar að þegja eftir að hafa mætt Van Dijk í beinni – Telur sig hafa komið Liverpool á skrið
433Sport
Í gær

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“