

Kai Rooney, elsti sonur Wayne og Coleen Rooney, hefur fengið jákvæðar fréttir í endurhæfingu sinni og gæti brátt snúið aftur á völlinn með unglingaliði Manchester United.
Kai, sem fagnaði 16 ára afmæli sínu um síðustu helgi, hefur verið frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla á fæti.
Í byrjun september birti hann mynd á Instagram þar sem hann sást á hækjum með verndarskó og skrifaði að „lífið gæti varla verið verra”.

Nú hefur Rooney hins vegar gefið út bjartsýna færslu. Á þriðjudag setti hann inn mynd í æfingafatnaði Manchester United og með fótboltaskó á sér, ásamt tveimur sandglösum í táknrænni vísbendingu um að hann sé mjög nálægt því að vera tilbúinn í leik á ný.

Fréttirnar hafa vakið gleði meðal stuðningsmanna United sem fylgjast grannt með framgangi unga framherjans, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í yngri flokkum félagsins.
Faðir hans er líklega besti framherji í sögu Manchester United og því er talsverð pressa á drengnum.