fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minningarathöfn var haldin í Serbíu í gær til heiðurs knattspyrnustjóra Mladen Zizovic, sem lést 44 ára að aldri eftir að hafa hrunnið við hliðarlínu í leik á mánudag.

Zizovic féll til jarðar á 22. mínútu í leik Radnicki 1923 gegn Mladost og var strax fluttur á sjúkrahús, en lést þar skömmu síðar.

Leikurinn var í fyrstu stöðvaður þegar atvikið átti sér stað, en eftir að hann hófst á ný var hann að lokum blásinn af rétt fyrir hálfleik þegar fréttir af andláti Zizovic bárust leikmönnum og þjálfarateymi inni á vellinum.

Myndskeið sem fór á flug á samfélagsmiðlum sýnir leikmenn og starfsfólk brotna niður, faðmast og reyna að hugga hvern annan eftir að harmleikurinn varð ljós.

Radnicki hélt minningarathöfn í ráðhúsi Kragujevac á miðvikudagsmorgun þar sem félagar, starfsmenn og aðdáendur lögðu blóm og kveiktu á kertum til minningar um þjálfarann.

Ásamt leikmönnum og starfsfólki liðsins mættu einnig fulltrúar frá serbneska knattspyrnusambandinu, þar á meðal nýráðinn landsliðsþjálfari Veljko Paunovic, sem flutti stutt minningarorð.

Zizovic tók við Radnicki í lok október og var þetta aðeins hans þriðji leikur við stjórnvölinn. Hann lék lengi sem miðjumaður og hætti sem leikmaður árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er