

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur gert samkomulag við Davíð Smára Lamude um hann taki við sem aðalþjálfari meistaraflokks karla út leiktíðina 2027, hið minnsta.
Davíð sem er einn af mest spennandi þjálfurum landsins kemur til liðs við okkur frá Vestra þar sem hann hefur verið við stjórnvölinn frá árinu 2023.
Á tíma sínum hjá Vestra kom Davíð liðinu upp úr Lengjudeildinni í Bestu deildina á sínu fyrsta ári, hélt sæti liðsins í Bestu deildinni árið eftir og vann á liðnu tímabili fyrsta bikarmeistaratitil í sögu Vestra.
Þar á undan hafði Davíð stjórnað hjá Kórdrengjum á árunum 2017-2022 þar sem liðið fór alla leið upp úr 4.deild upp í Lengjudeildina.