
Trent Alexander-Arnold fékk, eins og margir hefðu haldið, óblíðar móttökur á Anfield í kvöld.
Hann er auðvitað leikmaður Real Madrid í dag, sem mætir Liverpool í Meistaradeildinni eftir örfáar mínútur.
Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en ánægðir með að sjá þennan uppalda leikmann fara frítt til spænska stórliðsins í sumar og létu þeir það í ljós í kvöld.
Trent brást léttur við, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
🚨 Liverpool fans boo Trent as he returns at Anfield as Real Madrid player. 🔊🏴@defcentral 🎥 pic.twitter.com/WdVdIj8pyQ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 4, 2025