fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ákveðið að hætta í störfum mínum fyrir knattspyrnudeild Stjörnunnar en þar hef ég gegnt stöðu formanns mfl ráðs og reyndar í mörg ár þar á undan verið einn af þeim aðilum sem hef sótt fjármagn inní reksturinn,“ skrifar Helgi Hrannar Jónsson sem hefur sagt starfi sínu í Garðabæ lausu.

Helgi hefur staðið í stafni í Garðabænum síðustu ár sem formaður meistaraflokksráðs karla og leitt starfið sem hefur skilað fínum árangri. Hann segir ákvörðun hjá aðalstjórn félagsins vera ástæðu þess að hann kalli þetta nú gott.

„Þessi ákvörðun kemur fyrst og fremst til vegna þess að það var ráðist í breytingar á stjórnskipun innan knattspyrnudeildar þar sem sjálfboðaliðum var ýtt til hliðar og ráð lögð niður. Þessi ákvörðun var því miður eins og ég benti á ekki til þess fallin að styrkja félagið enda hafa sjálfboðaliðar félagsins margir hverjir tam komið úr barna og unglingastarfinu. Eins og allir vita þá er auður hvers félags sjálfboðaliðarnir og félagsmenn þess og þetta var ákvörðun sem ég var ósammála en samþykkti að fylgja þessu í nokkra mánuði þannig að ég hefði færi á því að klára það verkefni sem ég lagði af stað í og átti að ljúka haustið 2025. Því miður hafa komið upp fullt af hlutum þennan stutta tíma sem hafa styrkt mig í þeirri trú að þetta hafi verið vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið.“

Helgi fer yfir stöðuna í löngu máli á Facebook en hann segist hafa innleitt breytingar sem hafa miklu skilað. „Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í því að fara fram með mjög róttækar hugmyndir sem síðar meir hafa reynst réttar. Allan þennan tíma hef ég haft fullkominn stuðning félaga minna í mfl ráðinu sem í raun stýrir mfl félagsins. Velgengni er mæld á marga vegu og þó svo að titlarnir hafi ekki náðst er ljóst að sá grunnur sem var byggður er vegvísir á að félagið geti tekið næsta skref. Vil ég sérstaklega þakka félögum mínum Lúðvík Erni og Gunnari Frey fyrir stuðninginn en líka Halldóri Orra, Andra , Sigga og þeim sem störfuðu við hlið okkar í þessari vegferð sem sannarlega útheimti hugrekki. Það að hafa náð topp 6 öll árin síðan nýtt fyrirkomulag byrjaði ásamt því að byggja upp nýtt lið á sama tíma er afrek, ekki síst þegar félagið selur 12 leikmenn erlendis á 6 árum sem er algerlega ný staða í Garðabæ.“

„Allar þessar 12 leikmannasölur voru skóli útaf fyrir sig að fara í gegnum en ég verð að fá að nefna einstakan náunga sem er hann Eggert Aron en hvernig hann gerði hlutina á sínum tíma var aðdáunarvert og félagið stendur í þakkarskuld við hann.“

Helgi telur að félagið hafi gert vel með unga leikmenn en hægt sér að gera betur. „Það er ljóst að það eru miklar tilfinningar í kringum fótboltann og það var þannig að menn snerust annars vegar í lið með okkur eða gegn okkur þennan tíma sem við innleiddum nýja stefnu. Sátt í samfélaginu næst einungis ef ungir leikmenn fá að njóta vafans og þá allir ungir leikmenn en ekki bara sérvaldir því yngri flokka starf félagsins er frábært þó auðvelt væri að bæta það umtalsvert. Ég hef talað fyrir breytingum þar sem því miður hafa ekki orðið nú þegar við sjáum enn yngri leikmenn fara erlendis að eltast við drauminn sinn. Líklegt verður að teljast mv stöðuna núna að þetta muni aukast. Mestu verðmæti félags eins og Stjörnunnar eru ungir leikmenn félagsins og þarna þarf að stíga ákveðin skref til komst enn lengra. Hlutverk okkar er að veita fleirum tækifæri til þess og þarna getur Stjarnan bætt sig.“

Helgi Hrannar ræðir um þá þjálfara sem liðið hefur haft í hans tíð en Jökull Elísabetarson er þjálfari liðsins í dag. „Það vita það flestir að samstarf okkar Jökuls hefur verið mjög náið og í honum fékk ég bandamann til að keyra áfram þær hugmyndir sem voru á teikniborðinu. Þó að leiðir skilji núna veit ég að félagið er í frábærum höndum hjá honum og mun taka næsta skref og ná takmarki númer 25. Ég vona að ég hafi lagt eh inn til þess að svo verði.“

Pistil Helga má lesa í heild hér að neðan.

Takk fyrir mig.
Ég hef ákveðið að hætta í störfum mínum fyrir knattspyrnudeild Stjörnunnar en þar hef ég gegnt stöðu formanns mfl ráðs og reyndar í mörg ár þar á undan verið einn af þeim aðilum sem hef sótt fjármagn inní reksturinn.
Þessi ákvörðun kemur fyrst og fremst til vegna þess að það var ráðist í breytingar á stjórnskipun innan knattspyrnudeildar þar sem sjálfboðaliðum var ýtt til hliðar og ráð lögð niður. Þessi ákvörðun var því miður eins og ég benti á ekki til þess fallin að styrkja félagið enda hafa sjálfboðaliðar félagsins margir hverjir tam komið úr barna og unglingastarfinu. Eins og allir vita þá er auður hvers félags sjálfboðaliðarnir og félagsmenn þess og þetta var ákvörðun sem ég var ósammála en samþykkti að fylgja þessu í nokkra mánuði þannig að ég hefði færi á því að klára það verkefni sem ég lagði af stað í og átti að ljúka haustið 2025. Því miður hafa komið upp fullt af hlutum þennan stutta tíma sem hafa styrkt mig í þeirri trú að þetta hafi verið vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið.
Operation 20/25 og sjálfbærni
Eftir góðan árangur árin á undan var staðan ekki góð haustið 2019 og við blasti að það þurfti að gera róttækar breytingar á því hvernig félagið nálgaðist hlutina. Ég ásamt félögum mínum teiknuðum þá upp nýja stefnu fyrir mfl karla sem innihélt tímasetta áætlun og 25 markmið en fólu í sér algerlega nýja leið sem síðar varð hin fyrsta eiginlega vegferð. 24 af þessum 25 markmiðum hafa náðst en því miður náðist ekki titill sem er eina markmiðið sem náðist ekki. Ég er vissari núna en nokkurn tímann að því mun félagið ná næsta sumar. Sjálfbærni í rekstri félaga hefur verið umtalsvert frá því sem þyrfti að vera og því er ánægjulegt að segja að við tókum okkur til og mældum sjálfbærni í rekstri og hún hefur aukist gríðarlega hjá okkur karla megin ekki síst vegna þeirrar stefnu sem sett var og því að treysta ungum leikmönnum fyrr en hafði sést og í miklu meira magni. Þegar þessi ákvörðun var tekin voru flestir af þeim leikmönnum sem við ákváðum að skyldu leika lykilhlutverk 14/15 ára og því var ljóst að áhættan yrði umtalsverð og að það þyrfti að hafa sterk bein til að styðja við liðið þegar þessir leikmenn yrðu tilbúnir. Jafnframt var ljóst að ekki væri hægt að byrja á ferlinu strax þar sem fyrir var leikmannahópur og því þurfti að taka þetta í skrefum. Lykilþáttur í sjálfbærni félagsins hafa verið þær 12 leikmannasölur sem ég hef tekið þátt í og þær ásamt ráðdeild í rekstri eru í raun undirstaðan að sterku eiginfé mfl karla sem síðan hefur verið nýtt til að styrkja aðrar stoðir félagsins.
Breytingar eru alltaf erfiðar, það er erfitt að kveðja club legends og að flytja mönnum erfiðar fréttir. Það að innleiða nýja stefnu þýddi að það þurfti að taka margar stórar ákvarðanir og eins og gengur eru þær ekki allar réttar en ég hef reynt eftir fremsta megni að sýna sanngirni í þeim aðstæðum.
Stolt og þakklæti.
Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í því að fara fram með mjög róttækar hugmyndir sem síðar meir hafa reynst réttar. Allan þennan tíma hef ég haft fullkominn stuðning félaga minna í mfl ráðinu sem í raun stýrir mfl félagsins. Velgengni er mæld á marga vegu og þó svo að titlarnir hafi ekki náðst er ljóst að sá grunnur sem var byggður er vegvísir á að félagið geti tekið næsta skref. Vil ég sérstaklega þakka félögum mínum Lúðvík Erni og Gunnari Frey fyrir stuðninginn en líka Halldóri Orra, Andra , Sigga og þeim sem störfuðu við hlið okkar í þessari vegferð sem sannarlega útheimti hugrekki. Það að hafa náð topp 6 öll árin síðan nýtt fyrirkomulag byrjaði ásamt því að byggja upp nýtt lið á sama tíma er afrek, ekki síst þegar félagið selur 12 leikmenn erlendis á 6 árum sem er algerlega ný staða í Garðabæ.
Allar þessar 12 leikmannasölur voru skóli útaf fyrir sig að fara í gegnum en ég verð að fá að nefna einstakan náunga sem er hann Eggert Aron en hvernig hann gerði hlutina á sínum tíma var aðdáunarvert og félagið stendur í þakkarskuld við hann.
Sátt í samfélaginu.
Það er ljóst að það eru miklar tilfinningar í kringum fótboltann og það var þannig að menn snerust annars vegar í lið með okkur eða gegn okkur þennan tíma sem við innleiddum nýja stefnu. Sátt í samfélaginu næst einungis ef ungir leikmenn fá að njóta vafans og þá allir ungir leikmenn en ekki bara sérvaldir því yngri flokka starf félagsins er frábært þó auðvelt væri að bæta það umtalsvert. Ég hef talað fyrir breytingum þar sem því miður hafa ekki orðið nú þegar við sjáum enn yngri leikmenn fara erlendis að eltast við drauminn sinn. Líklegt verður að teljast mv stöðuna núna að þetta muni aukast.
Mestu verðmæti félags eins og Stjörnunnar eru ungir leikmenn félagsins og þarna þarf að stíga ákveðin skref til komst enn lengra. Hlutverk okkar er að veita fleirum tækifæri til þess og þarna getur Stjarnan bætt sig.
Hugmyndafræði.
Sá sem veit ekki hvert hann stefnir, fer aldrei neitt. Það að ákveða stefnu og innleiða ný gildi getur verið erfitt og tímafrekt. Ég vil þakka Daníel Laxdal, Þórarni Inga Þórarinn Ingi Junior og Hilmari Árna fyrir að hafa „keypt“ pælinguna og stutt við hana í klefanum og inná vellinum.
Það er von mín að knattspyrnudeild marki sér núna nýja stefnu við lok þess tíma sem við settum niður enda er það nauðsynlegt bæði karla megin og í barna og unglingastarfinu á þessum tímapunkti. Það er gleðilegt að kvenna megin á núna að innleiða ákveðin skref sem byggja á þeim grunni sem við gerðum karla megin og ég vona innilega að menn hafi dug og þor til að fylgja því eftir enda er framtíð félagsins björt.
Fólkið.
Þegar ég tók við man ég hvað ég elskaði passionið fyrir félaginu sem Rúnar Páll hafði enda blæðir hann bláu. Við áttum góðan tíma og ég er sannfærður um að hann mun á eh tímapunkti koma aftur í Garðabæinn. Það að fá Óla Jó inní félagið strax á mínu fyrsta tímabili reyndist happafengur og hann kom með aðra hluti inn sem opnuðu augun mín fyrir því að það væri raunhæft að þetta myndi takast á skemmri tíma en við óttuðumst fyrst. Þorvaldur kom síðan og aðstoðaði Rúnar og gerði vel á erfiðum tíma í erfiðum kringumstæðum og stóð keikur í gegnum storminn.
Fyrir tímabilið 2022 var ljóst að við myndum stíga enn ákveðnari skref og Ágúst Gylfason tók við ásamt Jökli og Gústi sýndi stefnunni fullkomin skilning og sýndi hugrekki með því að þora. Það var ekki sjálfgefið. Samstarf mitt með öllum þessum aðilum var heiðarlegt, náið og allir þessir aðilar eiga heiður skilinn og gegndu lykilhlutverki í því að búa til þann góða grunn sem nú er til staðar í félaginu. Við náðum Evrópusæti 3 sinnum á tíma þar sem sætunum fækkaði og við spiluðum á yngsta liðinu og þeir leikir skilja mikið eftir fyrir fólkið í félaginu.
Það vita það flestir að samstarf okkar Jökuls hefur verið mjög náið og í honum fékk ég bandamann til að keyra áfram þær hugmyndir sem voru á teikniborðinu. Þó að leiðir skilji núna veit ég að félagið er í frábærum höndum hjá honum og mun taka næsta skref og ná takmarki númer 25. Ég vona að ég hafi lagt eh inn til þess að svo verði.
Stjarnan fyrir mér.
Anna María Anna María Kristmundsdóttir, Margrét Margrét Björg Guðmundsdóttir, Elli og Harpa að græja hluti, Dagur Jonsson að keyra mál áfram sem hjartað í félaginu, Tóti að redda eh, Baldvin að reyna halda lokinu á, og Sæmi að reyna að hafa yfirsýn yfir það sem er í gangi, Jói bæjó að taka á móti leikmönnum og yngstu iðkendurnir spenntir að leiða onná völlinn. Raiko vinur minn að sjá til þess að allt sé perfect fyrir alla, ValdEmar að sýsla eh, Baklandið að safna pening, allir vellir fullir af krökkum að æfa, mfl félagins í fremstu röð, Davíð, Bjarki, Haukur Haukur Þorsteinsson, Eyjólfur, KingKong Hákon Freyr Waage og Bjössi í Skeiðinni að syngja. -Stjarnan er í dag klúbbur sem bestu leikmenn landsins vilja spila fyrir. Við alla leikmennina sem sem ég hef tengst miklum böndum í gegnum tíðina vil ég einfaldlega segja TAKK.
Stjarnan er og verður sameiningartákn Garðbæinga
Að lokum.
Ég hefði ekki getað gert neitt af þessu án Hörpu og krakkanna sem hafa þurft að díla við allskonar allan þennan tíma en tekið þátt af lífi og sál. Takk fyrir mig
Skíni Stjarnan, skært og lengi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Í gær

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Í gær

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina