

Brasíska félagið Goias syrgir nú andlát Marcelo Hermeto Brasil, 15 ára leikmanns félagsins, sem lést í fjórhjólaslysi um helgina.
Í tilkynningu frá félaginu á samfélagsmiðlum kemur fram að Marcelo, sem lék sem hægri kantmaður hjá U15-liðinu, hafi alltaf verið til sóma og fyrirmyndar innan vallar sem utan.
„Það er með mikilli sorg sem Goias Esporte Clube tilkynnir andlát Marcelo Hermeto Brasil, leikmanns okkar í U-15. Hans verður ávallt minnst með hlýju. Goias fjölskyldan sendir fjölskyldu, vinum og stuðningsmönnum samúðarkveðjur,“ segir meðal annars í yfirlýsingu félagsins.
Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum lést Marcelo á leið á sjúkrahús eftir að hafa lent í slysi á fjórhjóli á búgarði vinar síns í bænum Leopoldo de Bulhoes, um 65 kílómetra austur af borginni Goiania.
Samúðarkveðjur hafa borist víðs vegar af vegna andlátsins.