
Eftir fjaðrafok á bak við tjöldin hjá Real Madrid virðist ró vera að færast yfir þeirra raðir. Fjallað hefur verið um ósætti milli lykilmanna liðsins og stjórans Xabi Alonso, en nýjustu yfirlýsingar benda til þess að menn hafi náð sáttum.
Kylian Mbappe steig fram eftir leik liðsins gegn Olympiacos, þar sem hann skoraði öll mörkin í 3-4 sigri, og tók afgerandi afstöðu með þjálfaranum.
„Í skipi geta komið stormar, en enginn er að fara að stökkva frá borði. Við verðum að vernda hvorn annan, stjórann og starfsliðið. Við viljum að stuðningsmenn finni að við erum allir saman í sama verkefni, sem er að vinna titla,“ sagði Mbappe.
Hvað mest hefur verið talað um ósætti Vinicius Junior og að hann vilji ekki skrifa undir nýjan samning. Alonso hrósaði framlagi Vinicius hins vegar í hástert eftir leik í gær.