
Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld, en sjö leikjum var að ljúka.
Stærsti leikur kvöldsins var milli heitustu liða Evrópu, Arsenal og Bayern Munchen. Leikurinn var jafn lengi vel en Arsenal komst yfir með marki Jurrien Timber á 22. mínútu. Lennart Karl jafnaði um tíu mínútum síðar.
Arsenal kláraði þó dæmið í seinni hálfleik með marki Noni Madueke og Gabriel Martinelli eftir skógarhlaup Manuel Neuer.
Liverpool er í tómu tjóni og tapaði 1-4 gegn PSV í kvöld. Dominik Szoboszlai skoraði mark Liverpool en hollenska liðið keyrði yfir það enska í seinni hálfleik. Þetta var þriðja tap Liverpool í röð og það níunda í síðustu tólf leikjum.
Vitinha skoraði þá þrennu í 5-3 sigri Evrópumeistara PSG á Tottenham og Kylian Mbappe gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk Real Madrid í 3-4 sigri á Olympiacos.
Úrslit kvöldsins
Arsenal 3-1 Bayern Munchen
Atletico Madrid 2-1 Inter
Frankfurt 0-3 Atalanta
Liverpool 1-4 PSV
Olympiacos 3-4 Real Madrid
PSV 5-3 Tottenham
Sporting 3-0 Club Brugge