

Króatíski fótboltaaðdáandinn Ivana Knoll, sem sló í gegn á HM 2022 í Katar og fékk viðurnefnið „heitasti aðdáandi mótsins“, heldur áfram að nýta vinsældir sínar, nú á tónlistarsviðinu.
Knoll, sem er 33 ára, gaf um helgina út nýtt lag, City Lights, á YouTube-rás sinni undir listamannsnafninu Knolldoll. Í þriggja og hálfs mínútu löngu tónlistarmyndbandinu sést hún í ýmsum afar djörfum klæðnaði, en hún skiptir nokkrum sinnum um í myndbandinu. Þetta hefur vakið mikla athygli.
Knoll hefur byggt upp 2,8 milljóna fylgjendahóp á Instagram frá því hún sló í gegn í Katar og nýtur enn mikilla vinsælda. YouTube-rás hennar hefur rúmlega 11 þúsund áskrifendur og margir þeirra lofuðu bæði lagið og myndbandið um leið og það birtist.