

Kjartan Henry Finnbogason var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni, vikulegum sjónvarpsþætti á 433.is.
KSÍ hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum með Arnar Laufdal Arnarsson í fararbroddi. Hefur þjóðinni verið leyft að skyggnast á bak við tjöldin í verkefni landsliða okkar til að mynda.
„Það verður að hrósa KSÍ og Arnari Laufdal fyrir þessa hluti, eru að gefa okkur heima aðeins meiri innsýn. Ótrúlega vel gert,“ sagði Kjartan um þetta í þættinum.
„Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana, þeir elska þetta, og líka yngri kynslóðina sem vilja sjá eitthvað meira en viðtölin.“
Umræðan í heild er í spilaranum.