fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“

433
Laugardaginn 22. nóvember 2025 19:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni, vikulegum sjónvarpsþætti á 433.is.

Það vakti athygli í leik Íslands gegn Úkraínu á dögunum að Daníel Leó Grétarsson, sem hefur myndað gott miðvarðapar með Sverri Inga Ingasyni undanfarið, var settur á bekkinn fyrir Hörð Björgvin Magnússon.

video
play-sharp-fill

„Ég held að Arnar hafi bara ekki verið ánægður með hann og hans frammistöðu,“ sagði Kjartan um þessa óvæntu breytingu, en benti á að Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari hafi auðvitað farið í annað leikkerfi.

„Eftir á tel ég og mögulega Arnar að hann hefði átt að halda í varnarlínuna. Það er oft ekkert gott að setja inn fleiri miðverði, þá hugsa menn jafnvel að einhver annar græji þetta og Sverrir var í fullri vinnu við að hreinsa upp. Þessi breyting kom mér á óvart,“ sagði Kjartan.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úr Kópavoginum í Víkina

Úr Kópavoginum í Víkina
433Sport
Í gær

Ödegaard gæti óvænt snúið aftur á völlinn

Ödegaard gæti óvænt snúið aftur á völlinn
433Sport
Í gær

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
Hide picture