

Viktor Unnar Illugason og Hrafnkell Freyr Ágústsson voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.
Það var auðvitað rætt um karlalandsliðið sem vann 0-2 sigur á Aserbaísjan á fimmtudag og leikur nú úrslitaleik við Úkraínu í sæti um umspili fyrir HM á morgun.
Viktor var ánægður með frammistöðu Íslands á fimmtudag heilt yfir en menn voru sammála um að eitt og annað þyrfti að bæta fyrir leikinn við Úkraínu, sér í lagi frá seinni hálfleiknum.
„Það var svolítið eins og menn væru að spara sig, sem er kannski eðlilegt 2-0 yfir. Það hefði verið gott að ná inn þriðja markinu og drepa leikinn. Seinni hálfleikur var ekkert spes, en leikurinn vannst og þetta þurfti ekki að vera nein flugeldasýning.
En ég hef kannski smá áhyggjur af því hvað við vorum sloppy í vörninni. Daníel Leó missir hann tvisvar inn fyrir sig, Guðlaugur Victor var heppinn einu sinni eða tvisvar, sendingin frá Elíasi,“ sagði Viktor.
Hrafnkell tók undir þetta. „Við verðum að passa okkur á svona á móti Úkraínu því þeir munu refsa okkur,“ sagði hann.
Þátturinn í heild er í spilaranum.