fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

433
Laugardaginn 15. nóvember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Unnar Illugason og Hrafnkell Freyr Ágústsson voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.

Jóhann Berg Guðmundsson náði þeim magnaða áfanga á dögunum að spila sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd. Hann kom í 0-2 sigri á Aserbaísjan. Viktor og Hrafnkell eru góðir vinir Jóhanns og eru stoltir af sínum manni.

„Að ná 100 landsleikjum er ótrúlegt afrek. Hann þurfti að bíða eftir þessu og eftir að hann var ekki valinn síðast missti fólk kannski trúna á að hann myndi ná þessu. En ég vissi að hann yrði valinn aftur og fengi þennan leik. Hann sýndi það að hann á heima í þessu liði og vel það,“ sagði Viktor.

„Ég tek undir þetta en ég er kannski svolítið svartsýnn að eðlisfari því eftir að hann var ekki valinn síðast og hvernig Arnar talaði í viðtölum hugsaði ég: Er þetta að fara að enda í 99 leikjum? Hann var topp þrír leikmaður í leiknum,“ sagði Hrafnkell.

Eins og þeir benda á var Jóhann ekki í landsliðshóp Arnars í síðasta mánuði, en var hann kominn í byrjunarliðið gegn Aserum og stóð sig afar vel.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist