
Viðar Örn Kjartansson gengur líklega í raðir Fylkis á næstunni. Frá þessu greindi Hrafnkell Freyr Ágústsson í Íþróttavikunni hér á 433.is, þar sem hann var gestur.
Viðar Örn hefur undanfarin tvö ár verið hjá KA eftir sinn glæsta atvinnumannaferil en ekki staðið undir væntingum. Á síðustu leiktíð var hann ekki í stóru hlutverki.
„Fylkir er að fá Viðar Örn Kjartansson, hann dettur inn á næstu dögum heyri ég,“ sagði Hrafnkell Freyr í þættinum.
Viðar Örn lék með Fylki 2013, áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Mun hann spila undir stjórn reynsluboltans Heimis Guðjónssonar í sumar.
„Ég held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann í Lengjudeildinni,“ sagði Hrafnkell Freyr enn fremur.