
Kylian Mbappe hefur yfirgefið franska landsliðshópinn vegna meiðsla á ökkla. Þetta var staðfest í dag og snýr hann aftur til Real Madrid.
Sóknarmaðurinn skoraði tvö mörk í 4–0 sigri Frakka á Úkraínu á fimmtudag og tryggði liðinu sæti á HM 2026, en verður ekki með í leiknum gegn Aserbaídsjan á sunnudag. Þess má geta að Ísland er einnig í undanriðlinum.
Franska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að Mbappe myndi snúa aftur til Madrídar til að fara í frekari rannsóknir. Sóknarmaðurinn er með bólgu í hægri ökkla og þarf frekari mat á meiðslunum.
Eduardo Camavinga fer sömu leið, en hann er meiddur á aftanverðu læri. Þá verður Manu Kone ekki með vegna leikbanns eftir að hafa fengið gult spjald gegn Úkraínu.