fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. nóvember 2025 08:30

Joey Barton - Eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton hefur ákveðið að hverfa af samfélagsmiðlum aðeins nokkrum dögum eftir að hann var fundinn sekur um að hafa birt mjög móðgandi færslur á X (áður Twitter).

43 ára gamli Barton, sem lék meðal annars með Manchester City, QPR og Newcastle, var fundinn sekur í sex ákærum, í tveimur fyrir móðgandi skilaboð til fyrrverandi landsliðskonunnar Eni Aluko og þjálfarans Lucy Ward, og í fjórum fyrir skilaboð til sjónvarpsmannsins Jeremy Vine. Dómur verður kveðinn upp 8. desember, og sagði dómari Andrew Menary að allar mögulegar refsingar væru í stöðunni.

Barton, sem var sýknaður af sex öðrum ákærum, tilkynnti nú að hann ætli að hverfa af samfélagsmiðlum um óákveðinn tíma.

Í yfirlýsingu sagði hann. „Síðustu ár hafa verið viðburðarík, bæði faglega og persónulega. Ég hef ákveðið að taka hlé frá samfélagsmiðlum til að staldra við og hugsa málin,“ segir Barton.

„Álagið, hraðinn og eigin mistök hafa haft áhrif á heilsu mína og dómgreind. Ég þarf svigrúm til að íhuga hvernig ég hef brugðist við og hvernig ég get bætt samskipti mín framvegis.“

Barton heldur því fram að umdeildar færslur hans á X (Twitter), þar sem hann tengdi sjónvarpsmanninn Jeremy Vine við dæmda barnaníðinga, hafi verið hluti af því að „byggja upp boxbardaga“ milli þeirra.

Í vitnaleiðslu á dögunum sagðist Vine hafa orðið mjög hræddur um öryggi ungra dætra sinna eftir að Barton birti færslurnar, sem hann kallaði „ský af óhreinindum“. Vine lýsti því að orðrómarnir hefðu haft djúpstæð áhrif á fjölskyldu hans.

Barton svaraði því til að um væri að ræða „myrkan húmor“ og að hann og Vine hefðu verið í „stríði“ hvor við annan. Barton viðurkenndi þó að hann hafi þurft að greiða Vine 600 þúsund pund í bætur eftir að Vine stefndi honum fyrir meiðyrði.

Hann neitaði einnig að það hafi verið móðgandi þegar hann birti mynd þar sem álitakonurnar Lucy Ward og Eni Aluko voru settar yfir mynd af raðmorðingjunum Fred og Rose West. „Þetta var brandari um að þær væru að ‘myrða’ fótboltaumfjöllun,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley