
Manchester United eru sagðir vilja fá Scott McTominay aftur til Old Trafford, ári eftir að hafa selt hann til Napoli.
Sagan segir að forráðamenn United átti sig á að þeir hafi gert mistök með því að selja miðjumanninn, sem hefur slegið í gegn á Ítalíu.
Samningur hans við Napoli rennur út árið 2028 og talið að United muni reyna við hann næsta sumar. Verðmiðinn er sagður aðeins yfir 40 milljónum punda.
McTominay var hluti af Ítalíuemeistaraliði Napoli í vor og virðist líða afar vel á Ítalíu.