fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 20:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn 100. A-landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld í 0-2 sigri á Aserbaísjan. KSÍ birti fallegt myndband honum til heiðurs.

Jóhann var í byrjunarliðinu í 0-2 sigri í undankeppni HM, en fyrsti landsleikur hans kom einmitt gegn Aserbaísjan einnig, árið 2008 á Laugardalsvelli.

Jóhann var frábær í leiknum í kvöld og lagði upp annað mark Íslands á Sverri Inga Ingason.

Jóhann, sem var auðvitað lykilmaður á gullaldarárum Íslands, hefur alls skorað átta mörk í þessum 100 landsleikjum.

Hér að neðan má sjá myndbandið frá KSÍ, sem inniheldur klippur af afrekum Jóhanns í gegnum árið.

Þess má geta að Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United og góður vinur Jóhanns, deildi því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist