fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 18:52

Albert Guðmundsson, Mynd DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann fremur sannfærandi sigur á Aserbaísjan í Bakú í undankeppni HM í kvöld.

Strákarnir okkar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik og komust yfir á 20. mínútu þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæra sendingu Ísaks Bergmann Jóhannessonar.

Sverrir Ingi Ingason tvöfaldaði forystuna fyrir leikhlé með glæsilegu skallamarki eftir konfekt-fyrirgjöf Jóhanns Berg Guðmundssonar.

Staðan 0-2 í hálfleik og íslenska liðið í afar þægilegum málum. Seinni hálfleikur var þó jafnari en hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið.

Sigur Íslands staðreynd og nú er ljóst að við fáum úrslitaleik um umspilssæti við Úkraínu í Póllandi á sunnudag.

Mistakist Úkraínu að vinna Frakka í kvöld mun Íslandi duga jafntefli í þeim leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana