
Liverpool hefur áhuga á því að fá þýska kantmanninn Serge Gnabry frá Bayern Munchen í janúarglugganum, en liðið fær þó harða samkeppni frá Juventus.
Samkvæmt ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport fylgjast bæði félögin náið með stöðu Gnabry, sem er samningsbundinn Bayern út leiktíðina og því mögulega fáanlegur ódýrt í janúar.
Gnabry, sem er þrítugur, hóf feril sinn hjá Arsenal en náði ekki að festa sig í sessi þar og fór til Werder Bremen árið 2016. Síðan þá hefur hann blómstrað hjá Bayern og unnið sex Þýskalandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu.
Gnabry þénar mjög vel hjá Bayern og sennilega myndi Liverpool ráða betur við að halda því þannig en Juventus.