

Raheem Sterling, leikmaður Chelsea og fyrrum enskt landsliðsmaður, varð fyrir innbrotstilraun á heimili sínu á laugardagskvöldið, á meðan hann og börn hans voru inni í húsinu. Atvikið átti sér stað um klukkan sjö um kvöldið, aðeins klukkutíma áður en Chelsea mætti Wolves í úrvalsdeildinni á Stamford Bridge.
Samkvæmt enskum blöðum reyndu grímuklæddir menn að komast inn á heimili Sterling, en fjölskyldan slapp ómeidd.
Talið er að þjófarnir hafi haldið að húsið væri autt og hafi flúið þegar þeir áttuðu sig á að fjölskyldan var þar. Engir verðmætar munir voru teknir.
Fulltrúi Sterling staðfesti málið og sagði. „Við getum staðfest að Raheem Sterling varð fyrir innbroti um helgina. Hann og börn hans voru heima á þeim tíma. Við erum þakklát fyrir að allir eru ómeiddir og biðjum um friðhelgi fjölskyldunnar á þessu erfiða tímabili.“
Lögreglan í Thames Valley hefur hafið rannsókn og hvetur vitni til að stíga fram. Chelsea hefur einnig lýst yfir stuðningi við leikmanninn.
Sterling hefur áður orðið fyrir slíkum árásum. Á meðan HM 2022 stóð yfir var heimili hans í Cobham rænt og verðmæti metin á um 300 þúsund pund hurfu.
Steling var ekki í leikmannahópi Chelsea gegn Wolves en félagið vill ekki nota hann og fær hann ekki að æfa með liðinu.