
Arsenal er ráða ítalska njósnarann Maurizio Micheli í mikilvægt starf innan félagsins við að finna nýja leikmenn.
Micheli, sem er 57 ára, hefur starfað hjá Napoli og á stóran þátt í uppbyggingu liðsins sem vann sitt fyrsta ítalska meistaratitil í 33 ár. Hann hefur getið sér gott orð á Ítalíu og er talinn einn sá besti í landinu í sínu starfi.
Andrea Berta, yfirmaður fótboltamála hjá Arsenal, hefur verið að leita að slíkum manni í teymið sitt frá því hann kom til félagsins í mars. Þörfin varð meiri eftir að Jason Ayto yfirgaf félagið í maí, en hann hafði tímabundið leyst starfið eftir brottför Edu fyrir um ári.
Micheli hóf feril sinn hjá Udinese og er sagður hafa fundið leikmenn eins og Asamoah Gyan og Sulley Muntari. Hjá Brescia uppgötvaði hann Marek Hamsik, sem síðar varð fyrirliði Napoli og markahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Á meistaratímabili Napoli vann Micheli náið með stjóranum Luciano Spalletti, sem hann þekkti frá dögum þeirra hjá Udinese, og fann leikmenn eins og Kim Min-Jae og Khvicha Kvaratskhelia, sem var valinn besti leikmaður Serie A á sínu fyrsta tímabili.