fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 16:30

Dominik Szoboszlai og Ibrahima Konate. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ibrahima Konate varnarmaðyr Liverpool er sagður í viðræðum við Bayern München á sama tíma og Real Madrid hefur einnig sýnt honum áhuga.

Konate, 26 ára, rennur út á samningi við Liverpool sumarið 2026 og hefur verið orðaður við brottför.

Liverpool vill þó framlengja samninginn og halda leikmanninum áfram á Anfield.

Samkvæmt þýska miðlinum Bild hefur Bayern þegar haft samband við umboðsmenn Konate, þar sem félagið sér hann sem mögulegan arftaka Dayot Upamecano.

Fréttir í vikunni herma að Upamecano hafi náð samkomulagi um að ganga til liðs við Real Madrid, sem myndi opna fyrir skiptin.

Konate hefur verið fastamaður í liði Liverpool frá því hann kom frá RB Leipzig árið 2021 og hefur leikið 147 leiki og skorað sex mörk.

Liverpool missti af Marc Guehi í sumar og gæti þurft að leita aftur að varnarmanni ef Konate ákveður að leita á nýjan vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli