

Ibrahima Konate varnarmaðyr Liverpool er sagður í viðræðum við Bayern München á sama tíma og Real Madrid hefur einnig sýnt honum áhuga.
Konate, 26 ára, rennur út á samningi við Liverpool sumarið 2026 og hefur verið orðaður við brottför.
Liverpool vill þó framlengja samninginn og halda leikmanninum áfram á Anfield.
Samkvæmt þýska miðlinum Bild hefur Bayern þegar haft samband við umboðsmenn Konate, þar sem félagið sér hann sem mögulegan arftaka Dayot Upamecano.
Fréttir í vikunni herma að Upamecano hafi náð samkomulagi um að ganga til liðs við Real Madrid, sem myndi opna fyrir skiptin.
Konate hefur verið fastamaður í liði Liverpool frá því hann kom frá RB Leipzig árið 2021 og hefur leikið 147 leiki og skorað sex mörk.
Liverpool missti af Marc Guehi í sumar og gæti þurft að leita aftur að varnarmanni ef Konate ákveður að leita á nýjan vettvang.