fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Brynjar Björn tekur við Leikni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir greindi frá því í dag að Brynjar Björn Gunnarsson hefði verið ráðinn nýr þjáflari liðsins.

Brynjar tekur við af Ágústi Gylfasyni, sem lét af störfum eftir tímabil. Leiknir hafnaði í 9. sæti Lengjudeildar karla.

Brynjar hefur áður stýrt HK og Grindavík, sem og Örgryte í Svíþjóð. Þá var hann í starfi hjá Víkingi í sumar.

Tilkynning Leiknis
Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Leiknis og tekur hann við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem lét af störfum eftir síðasta tímabil.

Brynjar býr yfir mikilli reynslu og var sérstakur meðþjálfari Víkings í sumar. Áður hefur hann þjálfað HK, Örgryte og Grindavík auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni og Fylki.

Þá á hann að baki afar farsælan leikmannaferil erlendis með Stoke, Nottingham Forest, Watford og Reading á Englandi, Vålerenga í Noregi og Örgryte í Svíþjóð ásamt því að hafa leikið 74 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Leiknisfólk býður Brynjar velkominn í Breiðholtið og hlakkar til samstarfsins en hann hefur þegar hitt leikmenn liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM