fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk varð hissa eftir sigur Liverpool á Real Madrid þegar maður sem tók viðtal við hann eftir leikinn reyndist vera fyrrverandi andstæðingur hans úr Meistaradeildinni.

Liverpool vann 1-0 sigur á spænska risanum á Anfield á þriðjudagskvöld, en Alexis Mac Allister skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu.

Sá sem tók viðtalið sem um ræðir við Van Dijk eftir leik var hinn pólski Michal Zyro, fyrrverandi framherji sem Hollendingurinn hafði mætt áður, fyrir ellefu árum síðan.

Zyro lék með Legia Varsjá gegn Van Dijk og Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2014. Legia vann báða leikina, 4-1 og 2-0, þar sem Zyro skoraði og lagði upp mark, en pólska liðið var síðar dæmt úr leik fyrir að nota ólöglegan leikmann.

Zyro, sem síðar lék með Wolverhampton Wanderers, þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 32 ára gamall vegna meiðsla.

„Ég er virkilega ánægður að sjá þig,“ sagði Zyro við Van Dijk eftir leikinn. „Þú skoraðir tvö mörk á móti mér þá, og nú ertu að taka viðtal við mig,“ svaraði Van Dijk.

Þeir kvöddust með virktum eftir þessa skemmtilegu uppákomu, sem má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi