

Virgil van Dijk hafði engan áhuga á að ræða fyrrum liðsfélaga sinn Trent Alexander-Arnold eftir sigur Liverpool á Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.
Alexander-Arnold snéri þá aftur á Anfield í fyrsta sinn síðan hann fór til Real Madrid í sumar fyrir um 10 milljónir punda og stemningin var þung áður en flautað var til leiks. Veggmynd af honum við völlinn hafði verið skemmd og ljóst að stuðningsmenn töldu sig svikna eftir brottför hans.
Eftir leikinn fékk Van Dijk spurningu frá Theo Walcott hjá Amazon Prime um hvort hann hefði hitt Trent fyrir leikinn eða eftir. Van Dijk svaraði stutt og ákveðið: „Nei.“ Hann hristi höfuðið og gaf skýrt til kynna að hann væri ekki tilbúinn að ræða málið frekar. Walcott skipti þá um umræðuefni.
Liverpool vann leikinn 1-0 þar sem liðið fagnaði mikilvægum sigri í baráttunni í Meistaradeildinni. Alexander-Arnold, sem hafði átt góðan tíma hjá Liverpool og var varafyrirliði liðsins á síðasta tímabili, virðist ekki lengur njóta sama hlýhug frá sínum gamla félaga.
Á samfélagsmiðlum bentu stuðningsmenn á að Van Dijk hefði engan áhuag á að ræða Trent, eitthvað sem stuðningsmenn Liverpool kunna að meta.