
Jóhann Berg Guðmundsson snýr aftur í landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar í dag, en þetta kemur fram í Þungavigtinni.
Það vakti athygli þegar Arnar valdi Jóhann ekki fyrir síðasta landsliðsverkefni, en þar áður hafði kappinn verið að glíma við meiðsli.
Jóhann á að baki 99 A-landsleiki og nær því að öllum líkindum að koma sér í þriggja stafa töluna, en Ísland mætir Aserbaísjan og Úkraínu í undankeppni HM síðar í mánuðinum.
Jóhann, sem er 35 ára gamall, er leikmaður Al-Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann á auðvitað einnig að baki glæstan feril á Englandi og var einnig lykilmaður í gullkynslóð íslenska landsliðsins.
Arnar mun opinbera hóp sinn um klukkan 13 í dag og verður haldinn blaðamannafundur í Laugardal í kjölfarið.