fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari segir að ekki megi horfa of mikið í úrslitin í fyrri leiknum gegn Aserbaísjan þegar kemur að seinni leiknum eftir rúma viku. Markmiðið er þó skýrt, að vinna leikinn.

Strákarnir okkar unnu frábæran 5-0 sigur á Aserbaísjan í fyrsta leik á Laugardalsvelli en liðin mætast í Bakú í næstu viku. Sigur tryggir hreinan úrslitaleik við Úkraínu um umspilssæti fyrir sæti á HM, þar sem Ísland verður vonandi með pálmann í höndunum.

video
play-sharp-fill

„Mér finnst sá leikur líta betur og betur út. Leikirnir eru erfiðir í þessum alþjóðlega fótbolta. Við áttum stórkostlegan leik en einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál. Það hefur komið í ljós að þetta er frambærilegt lið, náðu í jafntefli við Úkraínu og voru næstum búnir að ná í tvö,“ segir Arnar um fyrri leikinn.

Auk þess að vinna Asera tapaði Ísland naumlega fyrir Frökkum í fyrstu leikjum undankeppninnar. Við tók svekkjandi tap gegn Úkraínu en svo glæsilegt jafntefli við Frakkland hér heima. Ísland mætir Úkraínu á ný þremur dögum eftir leikinn við Aserbaísjan.

„Við þurfum ekki að vinna 5-0 aftur, bara vinna hann. Leikplanið mun gefa skýra mynd af því sem við þurfum að gera. Eftir leikinn á móti Úkraínu varð ljóst að við megum ekki henda leikjunum frá okkur. Jafnteflið gegn Frökkum gerði mjög skemmtilega hluti fyrir okkur, ekki bara stigalega heldur þurfa þeir að tryggja sitt sæti endanlega með því að vinna Úkraínu svo vonandi gera þeir sjálfum sér og okkur þann greiða að við þurfum að sækja stig til að klára okkar, að því gefnu að við klárum leikinn við Asrerbaísjan.“

Ítarlegt viðtal við Arnar er í spilaranum hér ofar. Þar fer hann einnig vel yfir valið á leikmannahóp sínum fyrir komandi leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Í gær

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
Hide picture