fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xavi Simons upplifði erfitt kvöld þegar hann var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður í tapi Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Simons, sem kostaði Tottenham 52 milljónir punda síðasta sumar, hóf leikinn á bekknum en kom inn á sem varamaður eftir að Lucas Bergvall meiddist snemma í leiknum.

Hinn 22 ára gamli leikmaður átti erfitt uppdráttar, var kominn með gula spjaldið og missti taktinn í leik sínum. Thomas Frank, stjóri Spurs, ákvað því að skipta honum út á 73. mínútu fyrir Wilson Odobert.

Simons gekk af velli niðurlútur á meðan Tottenham tókst ekki að jafna metin. Joao Pedro tryggði Chelsea sigurinn með marki á 34. mínútu, fimmta sigur liðsins í röð gegn Spurs.

Frank sagði eftir leik að ákvörðunin hefði verið vegna þreytu: „Hann spilaði á miðvikudag og vantaði ferskleika það var ekkert meira í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan