Erling Braut Haaland hefur verið ótrúlegur síðustu vikur og sigurmark hans gegn Brentford um helgina var það fimmtánda í öllum keppnum á leiktíðinni.
Opta tölfræðiveitan vekur athygli á því að það eru níu mörkum fleira en nokkur annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað í öllum keppnum.
Það sem er enn athyglisverðara er að Haaland er með fleiri mörk en tólf af tuttugu liðum úrvalsdeildarinnar það sem a fer leiktíð.
Haaland er á sínu fjórða tímabili með City, en hann átti stóran þátt í því að liðið tók Englandsmeistaratitilinn fyrstu tvö ár hans þar, þar af þrennuna á fyrstu leiktíðinni.
15 – Erling Haaland has 15 goals in all competitions in 2025-26, nine more than any other Premier League player has scored. He’s outscored 12 other Premier League clubs so far this season. Machine. pic.twitter.com/cI8IbQIuJ8
— OptaJoe (@OptaJoe) October 5, 2025