Luton Town hefur sagt Matt Bloomfield upp störfum með tafarlausum áhrifum eftir ekki nógu góðu byrjun að mati félagsins.
Bloomfield, 41 árs, hafði stýrt liðinu í 13 leikjum á þessari leiktíð í öllum keppnum, með sex sigra og sex töp.
Hann tók við stjórnartaumunum í janúar og byrjaði sterkt aðeins tvö töp í fyrstu 11 leikjunum leiddi liðið inn í lokaumferð síðasta tímabils með von um að halda sæti sínu.
Þrátt fyrir þá frammistöðu tókst Bloomfield ekki að halda Luton í Championship-deildinni, og liðið féll niður í League One. Liðið var fyrir tveimur árum í ensku úrvalsdeildinni og hefur fallið verið hátt.
Luton var talið líklegt til að fara strax upp aftur fyrir tímabilið, en spilamennska og úrslit hafa ekki staðist væntingar. Því hefur stjórn félagsins ákveðið að láta Bloomfield og þjálfarateymi hans fara.