fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt enskum blöðum er Steven Gerrard í bílstjórasætinu fyrir óvænta endurkomu til Rangers.

Liverpool-goðsögnin, sem er 45 ára, hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf sádi-arabíska félagið Al-Ettifaq í janúar.

Nú gæti hann hins vegar snúið aftur á Ibrox, félaginu sem hann stýrði áður með góðum árangri.

Rangers leita að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Russell Martin var sagt upp í gærkvöldi, aðeins 123 dögum eftir að hann tók við.

Martin náði aðeins einum sigri í sjö leikjum, en þrátt fyrir að aðeins hafa tapað einum leik þá duttu fimm jafntefli illa í kramið hjá stjórninni. Eftir 1-1 jafntefli gegn Falkirk í síðasta leik var honum sagt upp.

Rangers eru nú 11 stigum á eftir toppliði Hearts í skosku úrvalsdeildinni og ljóst að félagið vill bregðast hratt við. Gerrard gæti því komið aftur til Glasgow, hann stýrði liðinu áður frá 2018 til 2021 og vann deildina árið 2021 án taps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Uppljóstrar um SMS skilaboð sem hann fékk frá Thomas Tuchel

Uppljóstrar um SMS skilaboð sem hann fékk frá Thomas Tuchel
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Handtekinn og grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Handtekinn og grunaður um kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þýski meistarinn klæddist íslenskri hönnun um helgina

Þýski meistarinn klæddist íslenskri hönnun um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gjaldþrota Íslandsvinur fær tækifæri til að sækja í pokann í Sádí Arabíu

Gjaldþrota Íslandsvinur fær tækifæri til að sækja í pokann í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jakob færir sig um set á Norðurlandinu

Jakob færir sig um set á Norðurlandinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Martin rekinn eftir hörmulegt gengi – Gerrard gæti tekið við

Martin rekinn eftir hörmulegt gengi – Gerrard gæti tekið við
433Sport
Í gær

Trúði ekki eigin augum vegna þess sem hún fann á Old Trafford – Sjáðu myndina

Trúði ekki eigin augum vegna þess sem hún fann á Old Trafford – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“