fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, þjálfari Napoli, virtist kasta smá pillu á Manchester United eftir að leikmaður liðsins, Rasmus Højlund, tryggði Napoli 2-1 sigur gegn Genoa á sunnudag.

Danski framherjinn, 22 ára, skoraði sitt fjórða mark í aðeins sex leikjum fyrir Napoli, en hann skoraði aðeins tíu mörk í 52 leikjum fyrir Manchester United á síðasta tímabili.

Højlund hefur sýnt endurnýjað líf eftir að hann kom á lánssamningi með kaupskyldu frá United í sumar, eftir erfitt tímabil á Old Trafford þar sem hann náði sér aldrei almennilega á strik.

Hann hefur myndað góða tengingu við Kevin De Bruyne, sem einnig kom til liðsins í sumar, og vonast nú til að loks standast þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Eftir sigurinn gegn Genoa gaf Conte í skyn að Højlund hefði ekki verið rétt nýttur hjá United. „Hann er 22 ára og eyddi miklum tíma á bekknum hjá Manchester United,“ sagði Conte við Gazzetta dello Sport.

„Hann hefur mikið svigrúm til að bæta sig, þarf að vinna hörðum höndum en hann hefur hæfileika til að verða stórstjarna og er að sýna það núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Uppljóstrar um SMS skilaboð sem hann fékk frá Thomas Tuchel

Uppljóstrar um SMS skilaboð sem hann fékk frá Thomas Tuchel
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Handtekinn og grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Handtekinn og grunaður um kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þýski meistarinn klæddist íslenskri hönnun um helgina

Þýski meistarinn klæddist íslenskri hönnun um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gjaldþrota Íslandsvinur fær tækifæri til að sækja í pokann í Sádí Arabíu

Gjaldþrota Íslandsvinur fær tækifæri til að sækja í pokann í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jakob færir sig um set á Norðurlandinu

Jakob færir sig um set á Norðurlandinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Martin rekinn eftir hörmulegt gengi – Gerrard gæti tekið við

Martin rekinn eftir hörmulegt gengi – Gerrard gæti tekið við
433Sport
Í gær

Trúði ekki eigin augum vegna þess sem hún fann á Old Trafford – Sjáðu myndina

Trúði ekki eigin augum vegna þess sem hún fann á Old Trafford – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“