fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Svona er líklegt byrjunarlið Íslands á föstudag

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 11:50

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið mætir Úkraínu í afar mikilvægum leik í undankeppni HM á föstudag. Hér neðar er líklegt byrjunarlið Íslands í leiknum.

Strákarnir okkar hafa þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina, 5-0 stórsigur á Aserbaísjan og naumt 2-1 tap gegn Frökkum. Úkraína tapaði gegn Frökkum og náði aðeins jafntefli gegn Aserbaísjan.

Íslenska liðið getur því komið sér í frábæra stöðu upp á að enda í öðru sæti riðilsins með sigri á Úkraínu á föstudag. Svo er leikið við Frakka þremur dögum síðar. Báðir leikir fara fram hér heima.

Við spáum því að byrjunarlið Íslands verði það sama og gegn Aserbaísjan og þar af leiðandi geri Arnar Gunnlaugsson tvær breytingar frá síðasta leik í París.

Stefán Teitur Þórðarson og Albert Guðmundsson, sem var meiddur í Frakkaleiknum, koma þannig inn í liðið fyrir Mikael Neville Anderson og Daníel Tristan Guðjohnsen.

Líklegt byrjunarlið
Elías Rafn Ólafsson

Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Mikael Egill Ellertsson

Stefán Teitur Þórðarson
Ísak Bergmann Jóhannesson

Jón Dagur Þorsteinsson
Hákon Arnar Haraldsson
Albert Guðmundsson

Andri Lucas Guðjohnsen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm
433Sport
Í gær

Fremur hissa á brotthvarfi Heimis en vill nú þennan mann í hans stað

Fremur hissa á brotthvarfi Heimis en vill nú þennan mann í hans stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bournemouth upp í annað sætið eftir endurkomusigur

Bournemouth upp í annað sætið eftir endurkomusigur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Juliana átti lífið framundan þegar hún var tekin með eiturlyf á flugvelli – Hjartnæmt bréf sem hún sendi móður sinni opinberað

Juliana átti lífið framundan þegar hún var tekin með eiturlyf á flugvelli – Hjartnæmt bréf sem hún sendi móður sinni opinberað