fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Sökuð um ógeðsleg ummæli í garð keppanda í vinsælum þætti á BBC

433
Mánudaginn 6. október 2025 08:30

Úr þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum enska landsliðskonan Karen Carney hefur vakið mikla athygli þar í landi eftir síðasta þátt af Strictly Come Dancing á BBC, þar sem hún opnaði sig um sjúkdóm sem hún hefur glímt við frá barnsaldri.

Carney, sem lék 144 landsleiki fyrir England og hefur unnið sem sérfræðingur hjá meðal annars TNT Sports, Sky Sports og ITV, tók þátt í þættinum ásamt dansaranum Carlos Gu.

Í myndbandi fyrir dansinn sinn í vikunni sagði Carney frá því að hún væri með Scheuermann-sjúkdóm, sem veldur ójöfnum vexti hryggjarliða og getur leitt til bogins bakks.

„Ég hef haft þetta frá því ég var barn. Það er sveigja í hryggnum og mér finnst mjög erfitt að rétta úr bakinu,“ sagði Carney. „Það eru ákveðnir hlutir sem ég get ekki gert eins og mig langar, en Carlos styður mig og hvetur mig áfram,“ sagði Carney.

Eftir flotta frammistöðu vikuna áður fékk parið aðeins 20 stig frá dómurunum og endaði í sjötta sæti.

Einn dómaranna, Motsi Mabuse, þakkaði Carney fyrir hreinskilnina en sagði jafnframt að þau yrðu að „ögra líkamsstöðu“ hennar til að ná fram réttum hreyfingum.

Sumir áhorfendur töldu þessi ummæli óviðeigandi og létu skoðun sína í ljós á samfélagsmiðlum.

„Mér finnst það ógeðslegt að Karen opni sig um hryggsjúkdóm og dómarinn svari með því að segja að hún ætti að ögra honum,“ skrifaði einn netverji og margir tóku í svipaðan streng.

„Að gagnrýna einhvern fyrir eitthvað sem hann ræður ekki við er fáránlegt,“ skrifaði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tómas segir gamanið hafa kárnað þegar þessi aðili blandaði sér í málið – „Ég þoli hann ekki“

Tómas segir gamanið hafa kárnað þegar þessi aðili blandaði sér í málið – „Ég þoli hann ekki“
433Sport
Í gær

„Þetta sýnir hvað er stutt í geðveikina hjá íslensku þjóðinni“

„Þetta sýnir hvað er stutt í geðveikina hjá íslensku þjóðinni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ákveður að skella sér í stóru seðlana í Sádi-Arabíu

Ákveður að skella sér í stóru seðlana í Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma Ten Hag í kortunum?

Óvænt endurkoma Ten Hag í kortunum?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári telur endurkomu líklega en segir eitt og annað fráhrindandi – „Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn“

Eiður Smári telur endurkomu líklega en segir eitt og annað fráhrindandi – „Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn“