fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Lést eftir að hafa dottið á búðarglugga um helgina – Glerbrot stakkst inn í kvið hans

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. október 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænski knattspyrnumaðurinn Ernest Queralt hefur látið lífið eftir skelfilegt slys þar sem glerbrot úr verslunarglugga stakkst inn í kvið hans.

Queralt, sem var 38 ára, lék innanhússknattspyrnu fyrir lið í Katalóníu og var vel þekktur í heimabæ sínum.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum féll hann óvart á glugga bókabúðar í borginni Reus snemma á laugardagsmorgun. Við fallið brotnaði glerið og stykki úr því stakkst inn í líkamann. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu en útilokar hvers kyns saknæmt athæfi.

Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahús í Tarragona, um 10 kílómetra frá vettvangi, en lést skömmu eftir komu þangað þrátt fyrir aðgerðir lækna.

Fréttir af slysinu bárust fyrst á sunnudag, en þá varð ljóst að hinn látni var virkur leikmaður í katalónsku futsal-deildinni og hafði leikið með nokkrum liðum á svæðinu.

Atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan sjö að morgni á götu sem liggur að gamla markaðstorginu í Reus. Fjölskylda, félagar og liðsfélagar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum og lýst sorginni. Útför hans fer fram í dag og er búist við að margir úr íþróttasamfélagi svæðisins mæti til að kveðja hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ratcliffe mun ekki leyfa Amorim að sækja stórstjörnuna

Ratcliffe mun ekki leyfa Amorim að sækja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarnan fann nýja köllun eftir að nauðgunardómur hans var felldur niður – Opnar sig um nýtt hlutverk í lífinu

Stjarnan fann nýja köllun eftir að nauðgunardómur hans var felldur niður – Opnar sig um nýtt hlutverk í lífinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eigandi Celtic sendir kaldar kveðjur á Brendan Rodgers – Sjálfselskur og sundrandi

Eigandi Celtic sendir kaldar kveðjur á Brendan Rodgers – Sjálfselskur og sundrandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða